is / en / dk

08. Febrúar 2016

Efnt verður til ráðstefnu á vegum Teknisk- og naturvitenskapelige Universitet í Þrándheimi í Noregi dagana 10. til 13. maí 2106. Þema ráðstefnunnar er norræn kennaramenntun í alþjóðlegu ljósi. 

Á vefsíðu norska háskólans segir að ráðstefnan sé nú haldin í 14. skiptið en hún hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1991. 

Aðalfyrirlesarar verða finnski fræðimaðurinn, Pasi Sahlberg, Jón Torfi Jónasson, prófessor á Menntavísindasviði HÍ, og Mari-Ann Igland frá Noregi. 

Nánari upplýsingar.