is / en / dk

07. Janúar 2016

Fyrirlestur sem Viviane Robinson, prófessor við Auckland-háskóla á Nýja-Sjálandi, hélt á námstefnu Skólastjórafélags Íslands síðastliðið haust er nú aðgengilegur á netinu. 

Robinson nýtur mikillar virðingar innan menntaheimsins en hún hefur sérhæft sig í skólaþroún og skólastjórnun. Robinson hefur veitt ráðgjöf í leiðtogafræðum víða um heim. Áhrif leiðtoga á námsárangur er viðfangsefni sem Robinson hefur skoðað í þaula og fjallar bók hennar Student-Centered Leadership einmitt um það málefni. 

Í bókinni er fjallað um fimm leiðir er varða forystu, starfshætti, þekkingu og færni sem skólastjórnendur þurfa að búa yfir. Robinson hvetur skólastjórnendur til að prófa sig áfram með stjórnunarhætti og hvernig þeir leiða skólasamfélagið áfram til umbóta og faglegrar skólaþróunar. Til að ná árangri, segir Robins, þurfa leiðtogar að sinna réttu verkefnunum þar sem áhersla er á nám og kennslu, vera úrræðagóðir, hafa góða þekkingu á kennslufræðum og vera góðir í samskiptum. Til að sinna því hlutverki þarf leiðtoginn að efla samvinnu og samstarf allra þeira sem koma að skólasamfélaginu. 

Robinson leggur fram ýmsar hugmyndir um hvernig skólastjórnendur geti komið hugsjónum sínum í framkvæmd, eflt og bætt gæði kennslu og náms – og þar með bætt árangur nemenda. 

Upptakan með fyrirlestri Viviane Robinson er í þremur hlutum: 

1. hluti

2. hluti

3. hluti

Slá þarf inn lykilorð og er það skolastjori13