is / en / dk

Markmið með sameiginlegri fræðslu á vegum KÍ þvert á aðildarfélög er að nýta hagkvæmni og kosti stærðarinnar... og efla þannig samstarf og tengsl milli allra félagsmanna KÍ.

 

Úr stefnu KÍ í fræðslumálum

 

Á vegum Kennarasambandsins starfar sjö manna fræðslunefnd (sjá hér til hliðar) undir forystu varaformanns KÍ. Hlutverk nefndarinnar er að standa fyrir fræðslu fyrir félagsmenn KÍ, sérstaklega þá sem kosnir hafa verið til einhverskonar trúnaðarstarfa, svo sem trúnaðarmenn og fulltrúa í stjórnum og ráðum. Hlutverk nefndarinnar og helstu verkefni eru ákveðin á þingi KÍ. Fræðslunefndin hefur síðustu ár m.a. staðið fyrir eftirfarandi fræðsluverkefnum:

Fræðsluverkefni 2015

Fræðslunefnd KÍ stóð haustið 2015 fyrir tveimur námskeiðum fyrir þá sem valist hafa til forystu innan Kennarasambandsins. Fyrra námskeiðið fór fram miðvikudaginn 14. október í Hofi Menningarhúsi, Akureyri en það seinna miðvikudaginn 21. október á Grand Hótel Reykjavík. 

Markhópur: Forystusveit KÍ og aðildarfélaga og starfsmenn KÍ. Eftir hádegi var opinn fundur fyrir alla um skóla- og menntamál.

Markmið: Að efla virkni og þátttöku í félagsstarfi, efla þátttöku í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála, og stéttarvitund.

Á námskeiðinu var boðið upp á eftirfarandi erindi:

 

Að námskeiðinu loknu stóð Fræðslunefnd fyrir opnum fundi um skóla- og menntamál.

Upptökur af einstökum erindum má sjá hér:

 

Ýmis gögn:

Rafrænt mat og hugmyndir vegna fundar á Akureyri. 
Rafrænt mat og hugmyndir vegna fundar í Reykjavík. 
Skráning á forystufræðslufundi. 
Fundarboð á forystufræðslu. 
Skráning á opinn fund. 

Tímamót og tækfæri - Stefnir þú á starfslok á komandi mánuðum og árum? - Starfslokafræðsla fyrir kennara

Tími og staður: Miðvikudagurinn 28. október 2015, frá kl. 17 til 20 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal.

Fyrirlesarar á fundinum voru Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, og Ragnhildur Bjarkadóttir, B.S. í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur.

DAGSKRÁ:

Kl. 17:00 - 17:30 Tímamót og tækifæri. Ragnhildur Bjarkadóttir fjallar um áhrif breytinga í kjölfar þess að láta af störfum, markmiðasetningu og hring daglegs lífs.  
Kl. 17:30 - 18:00 Hreyfing, líkamleg heilsa og stoðkerfið. Hrefna Hugósdóttir fjallar um hamingju, líkamsgetu, líkamsstarfsemi, vellíðan, stoðkerfi og verki, eftirlit og skoðanir, samvinnu og samskipti við heilbrigðiskerfið. Sjá hér glærur Hrefnu. 
Kl. 18:00 - 18:30 Kaffihlé.
Kl. 18:30 - 19:00 Andleg heilsa og næring. Ragnhildur Bjarkadóttir fjallar um hvernig best er að hlúa að andlegri heilsu, hvernig hægt er að næra sig rétt og á skynsaman hátt, hvernig hægt er að fylgjast með streituvöldum. Léttar æfingar fyrir líkama og sál. Sjá hér glærur Ragnhildar.
Kl. 19:00 - 19:30 Félagsleg staða og hlutverk. Fyrirlesararnir fjalla um efri árin og samfélagið, viðhorf okkar og orðræðu til eldri borgara og eftirtaldar spurningar: Hverju þarf að breyta? Getum við haft áhrif? Hverjar eru fyrirmyndir okkar. Sjá glærur hér. 
Kl. 19:30 Umræður og lokaorð. 

Fræðslufundir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fyrir félagsmenn KÍ um eftirlaun og lífeyrisréttindi, fór fram fimmtudaginn 5. nóvember 2015, í húsnæði SLR að Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Þar fór Ágústa H. Gísladóttir, forstöðumaður réttindamála hjá sjóðnum, yfir eftirlaun og lífeyrisréttindi. Glærur sem hún notaði við yfirferð sína má finna hér fyrir neðan, sem og upptökur af erindum.

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í B-deild LSR.

Glærur Ágústu H. Gísladóttur

Myndbandið á vimeo.com

 

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í A-deild LSR 

Glærur Ágústu H. Gísladóttur

Myndbandið á vimeo.com

 

Fræðslufundir Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) fyrir félagsmenn KÍ um eftirlaun og lífeyrismál, fór fram miðvikudaginn 4. nóvember 2015, í húsnæði sjóðsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Þar fóru Þórdís Yngvadóttir, sérfræðingur LSS og Þóra Jónsdóttir, sviðstjóri réttinda- og lögfræðisviðs, yfir eftirlaun og lífeyrisréttindi. Glærur sem þær notuðu við yfirferð sína má finna hér fyrir neðan, sem og upptökur af erindum.

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í A-deild LSS

Glærur úr fyrirlestrum

Myndbandið á vimeo.com 

 

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í B-deild LSS

Glærur úr fyrirlestrum

Myndbandið á vimeo.com 

 

Eftirlaun og lífeyrisréttindi í V-deild LSS

Glærur úr fyrirlestrum

Fræðsluverkefni 2014

Fjölmargir félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa valist til setu í stjórnum, ráðum og nefndum KÍ. Til að hjálpa þeim að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem framundan efndi KÍ til viðamikils fræðsluverkefnis í október þar sem sjónum er beint að þessum hópi. Kjörnir fulltrúar í stjórnum, nefndum og ráðum KÍ og aðildarfélaga sem og formenn svæða- og félagsdeilda/samráðsnefnda fengu sent boð frá fræðslunefnd um að taka þátt Forystufræðslu KÍ 2014. Þar var boðið upp á eftirtalin erindi:

 

Aðalheiður Steingrímsdóttir

Varaformaður KÍ

Skipulag, stefna og starfsemi KÍ
Hafdís D. Guðmundsdóttir
Sérfræðingur KÍ
í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum
Að vera í forystu KÍ
Ragnhildur S. Björnsdóttir
Vef- og skjalastjóri KÍ
Heimasíða KÍ, varðveisla skjala, o.fl.
Aðalbjörn Sigurðsson
Útgáfu- og kynningarstjóri KÍ
Útgáfumál

Runólfur Smári Steinþórsson
Prófessor við viðskiptafræðideild HÍ

Forysta og breytingar
   

 

Markmið með fræðslunni var:

  • Að auka þekkingu á skipulagi KÍ, stefnu og starfi.
  • Að efla virkni og þátttöku í félagsstarfi.
  • Að efla þátttöku í og ábyrgð á framkvæmd stefnumála.
  • Að efla stéttarvitund.

Í trúnaðarmannafræðslu KÍ er lögð áhersla á að ná til nýrra og nýlegra trúnaðarmanna. Eldri og reyndar trúnaðarmönnum er boðið að taka þátt telja þeir sig hafa þörf á fræðslu. Eftirfarandi var í boði á síðasta trúnaðarmannanámskeiði.
 

DAGSKRÁ
Kl. 09:00 - 09:30 Mæting.
Kl. 09:30 - 09:45 Setning.
Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ.
Kl. 09:45 - 10:15 Skipulag og starfsemi KÍ. Anna María Gunnarsdóttir fræðslunefnd KÍ.
Kl. 10:15 - 10:45 Réttindi og skyldur trúnaðarmanna. Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ.
Kl. 11:00 - 11:15 Kaffihlé.
Kl. 11:15 - 12:00 Helstu atriði nýrra kjarasamninga aðildarfélaga KÍ. Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ.
Kl. 12:15 - 13:00 Hádegismatur.
Kl. 13:00 - 13:45 Helstu álitamál í sambandi við ráðningamál og áminningar í skilningi laga um opinbera starfsmenn. - Áminningarferli. Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur KÍ og BHM.
Kl. 13:45 - 14:15 Helstu atriði lífeyrisréttinda. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR.
Kl. 14:15 - 14:45 Fæðingarorlof, veikinda- og orlofsréttur. Ingibjörg Úlfarsdóttir sérfræðingur KÍ í kjara- og réttindamálum.
Kl. 15:00 - 15:15 Kaffihlé.
Kl. 15:15 - 15:30 Sjúkrasjóður KÍ, sjúkradagpeningar. María Norðdahl fulltrúi sjóða KÍ.
Kl. 15:30 - 15:45 Virk, starfsendurhæfingarsjóður. Þorsteinn Sveinsson sérfræðingur hjá Virk.
Kl. 15:45 - 16:15 Starfsumhverfi og vinnuvernd. Hafdís D. Guðmundsdóttir sérfræðingur KÍ í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum.
Kl. 16:30 Fundarlok.
 

Hér er hægt að sjá upptökur frá trúnaðarmannafræðslunni 2014.

Önnur fræðsla

Í samþykkt sjötta þings KÍ er fjallað um þá fræðslu sem KÍ á að veita félagsmönnum. Þar segir að Fræðsluráð eig að standa fyrir reglulegum fræðslu og umræðufundum sem eru opnir öllum félagsmönnum sem fjalli um kjara- og réttindamál, skóla- og menntamál og aðra málaflokka sem efstir eru á baugi hverju sinni. Um framkvæmdina segir:

„Við skipulagningu fræðslunnar skal þess gætt að tekið sé tillit til mismunandi aðstæðna félagsmanna eins og kostur er. Þar er meðal annars átt við mismunandi vinnutíma og fjarlægðir til fundastaða. Kanna skal möguleika fjarfundabúnaðar og vefnámskeiða og gæta þess að efni sé aðgengilegt á vefsvæði, eins og við á hverju sinni.“