is / en / dk

Ytra starf

 • Að stuðla að bættu vinnuumhverfi félagsmanna.
 • Að vinnuumhverfi félagsmanna verði hluti af viðfangsefnum og stefnumótun skóla.
 • Að efla starfsöryggi og vinna gegn kulnun í starfi, veikindum og ótímabæru brotthvarfi úr starfi.

Framkvæmd

 • KÍ beitir sér fyrir úrbótum á vinnuumhverfi félagsmanna sinna í samstarfi við stjórnvöld og viðsemjendur.
 • KÍ vinnur að því að styrkja samstarf heildarsamtaka opinberra starfsmanna í vinnu-umhverfismálum. Einnig að efla samstarf við erlend kennarasamtök um þessi mál, og gagnkvæma þekkingarmiðlun um þau.
 • KÍ gerir sjálfstæðar kannanir á vinnuumhverfismálum og kannanir í samvinnu við viðsemjendur, stjórnvöld, önnur stéttarfélög og hugsanlega fræðastofnanir.

Innra starf

 • Að auka vitund félagsmanna um mikilvægi góðs vinnuumhverfis, að efla áhrif þeirra á vinnuumhverfi sitt og þátttöku í stefnumótun um það.
 • Að hvetja félagsmenn til að vinna að bættu starfsumhverfi skólanna í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (nr. 46/1980), reglur og reglugerðir sem varða vinnuvernd.
 • Að aðstoða félagsmenn við úrlausn vandamála tengd vinnuumhverfinu komi þau upp.

Framkvæmd

 • Veitt verður fræðsla um vinnuumhverfismál, vinnuaðstæður og líðan á vinnustað og gerð grein fyrir áhrifum þessa á heilsu, starfsánægju og sjálfsmynd. Verður henni beint að stjórnendum, trúnaðarmönnum og félagsmönnum í gegnum miðla KÍ, ásamt því að haldin verða námskeið, fundir, ráðstefnur og/eða málþing um vinnuumhverfismál.
 • Nefnd um vinnuumhverfismál starfar á vegum KÍ fyrir alla félagsmenn með sama hætti og sameiginlegir sjóðir, nefndir, ráð og svið þess. Nefndin heyrir undir stjórn KÍ og er fag- og starfsnefnd hennar og annarra meginstofnana KÍ í vinnuumhverfismálum.
 • Starfsmaður KÍ í vinnuumhverfismálum veitir stjórnendum, trúnaðarmönnum og öðrum félagsmönnum ráðgjöf og aðstoð.

Ábyrgð

Ábyrgðin á framkvæmd stefnunnar hvílir á kjörnum fulltrúum Kennarasambandsins, starfsfólki þess og félagsmönnum.