is / en / dk

Stefna KÍ í kjaramálum 2014 til 2018, samþykkt á 6. þingi KÍ 1. til 4. apríl 2014

Laun og önnur starfskjör

Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á að:

 • Laun og önnur starfskjör kennara og náms- og starfsráðgjafa standist ávallt samanburð við kjör annarra sérfræðinga á vinnumarkaði.
 • Laun og önnur starfskjör stjórnenda skóla standist ávallt samanburð við kjör annarra stjórnenda á vinnumarkaði.

Starfsskilyrði

Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á:

 • Mikilvægi vinnuumhverfismála
 • Mikilvægi starfsendurhæfingar.
 • Styttingu vinnuvikunnar.
 • Að vinnuaðstaða í skólum uppfylli þær kröfur sem starfið gerir á hverjum tíma.
 • Í kjarasamningum verði tryggður nægur tími til að sinna undirbúningi og úrvinnslu kennslu.
 • Að nemendafjöldi á hvert stöðugildi náms- og starfsráðgjafa verði að hámarki 300.
 • Að nemendafjöldi verði ekki svo mikill í hópum að það ógni faglegu starfi. 
 • Að auka kjarasamningsbundinn rétt félagsmanna til símenntunar og annarrar starfsþróunar á starfstíma skóla.

Kjarasamningsumhverfi

Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á að:

 • Greiðslur til félagsmanna úr Vinnudeilusjóði og Sjúkrasjóði verði ekki skattlagðar.
 • Kjarasamningar gildi frá þeim tíma er fyrri samningur rann út.
 • Öllum launagreiðendum verði skylt að skila fullnægjandi upplýsingum um launagreiðslur til viðkomandi stéttarfélags/bandalags.
 • KÍ semur miðlægt fyrir félagsmenn um tiltekna kjaraþætti s.s. ráðningarréttindi, lífeyrismál, veikindarétt, trygginga- og bótarétt, fæðingarorlof og um réttindi og kjör trúnaðarmanna.
 • Tryggja þarf rödd kennara í starfi. (sértrygging á raddheilsu kennara).
 • Efla og samræma kjararannsóknir á almennum og opinberum vinnumarkaði til að auðvelda launasamanburð.
 • Kjarasamningar eru samningar um lágmarkskjör. Semja má um betri kjör en þar eru tilgreind en ekki lakari.
 • Skólagerð sé ekki ráðandi þáttur í því hvernig menntun, kennsluferill og reynsla er metin til launa.

Réttindamál

Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á:

 • Að fagmenntun og starfsréttindi félagsmanna verði virt óháð rekstrarformi skóla.
 • Að öll störf séu auglýst með viðeigandi hætti.
 • Bætt starfskjör trúnaðarmanna.
 • Að ákvæði í kjarasamningum og almannatryggingakerfið verði bætt sérstaklega hvað varðar eftirtalda þætti:
  • réttindi vegna veikinda barna og leggja í því sambandi sérstaka áherslu á rétt foreldra langveikra barna,
  • veikindi maka/sambúðarfólks og foreldra,
  • fráfall maka, barna og annarra náinna ættingja.
 • Réttur vegna til hlutaveikinda verði styrktur þannig að þau telji hlutfallslega en ekki að fullu eins og nú er.
 • Lengra fæðingarorlof og full laun í fæðingarorlofi.
 • Að félagsmenn njóti ætíð bestu lífeyrisréttinda sem völ er á.
 • Að áunnin og umsamin lífeyriskjör opinberra launþega verði ekki skert.
 • Að ekki verði hróflað við þegar áunnum lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna.
 • Að hafnar verði inngreiðslur vegna skuldar ríkisins í B - deild LSR. 
 • Að iðgjald í A - deild LSR verði hækkað eins og lög mæla fyrir um. 
 • Hækkun framlaga í Sjúkrasjóð þannig að öll stöðugildi skili 0,75% af heildarlaunum hið minnsta til sjóðsins frá vinnuveitendum. 
 • Hækkun framlaga í Orlofssjóð þannig að öll stöðugildi skili 0,5% af heildarlaunum hið minnsta til sjóðsins frá vinnuveitendum. 
 • Launajafnrétti kynjanna verði tryggt. 
 • Að kennari hafi val um að taka yfirvinnu sem unnin er á skólatíma út með frítöku, samanber kjarasamning FL.