is / en / dk

 

 

Á Orlofsvef KÍ, undir „Orlofskostir“, er hægt að sjá allar upplýsingar um orlofshús Kennarasambands Íslands. Til þess að bóka og greiða fyrir orlofshús eða athuga hvað er laust þarf félagsmaður að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli sem Þjóðskrá gefur út. Hægt er að sækja um Íslykil hér en þar þarf að velja „Smelltu hér til að panta Íslykil“. Einnig er hægt að skrá sig sinn með rafrænum skilríkjum.

Ath. að ef pöntun er ekki greidd innan tveggja klukkustunda þá afbókast hún sjálfkrafa.

Til þess að athuga með laus bókunartímabil eða til að bóka orlofshús þarf að fara inn á bókunardagatalið með því að smella á „laus tímabil“ eftir innskráningu á Mínar síður. Velja þarf landsvæði í felliglugganum „flokkur“ og síðan smella á þann mánuð sem skoða á. Nafn mánaðarins sem verið er að skoða breytist úr svörtum lit í rauðan.

Hér er hægt að nálgast svör við algengum spurningum og reglur Orlofssjóðs KÍ. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Ferðablöð Orlofssjóðs má skoða hér.
 

Einhverjir félagsmenn hafa átt í vandræðum með að fá upp möguleikann Síðan mín til að skoða punktastöðu á Orlofsvefnum Frímanni á Mínum síðum. Til þess að lagfæra það hefur nú verið settur inn möguleiki á að samþykkja skráningu inn í Frímann. Félagsmenn þurfa núna að smella á Ok þegar þeir fá gluggann upp.

 

Vetur 2015 - 2016

Opnanir vegna vetrarleigu 2015-2016 verða eftirfarandi (með fyrirvara um breytingar):


1. september 2015 kl. 18:00 opnað fyrir desember 2015* 1. desember 2015 - 4. janúar 2016
1. október 2015 kl. 18:00 opnað fyrir janúar 2016* 4. janúar 2016 - 1. febrúar 2016
2. nóvember 2015 kl. 18:00 opnað fyrir febrúar 2016** 1. febrúar 2016 - 29. febrúar 2016
1. desember 2015 kl. 18:00 opnað fyrir mars 2016** 29. febrúar 2016 - 31. mars 2016
4. janúar 2016 kl. 18:00 opnað fyrir apríl 2016** 31. mars 2016 - 2. maí 2016
1. febrúar 2016 kl. 18:00 opnað fyrir maí 2016** 2. maí 2016 - 3. júní 2016***
       

* Allar eignir orlofssjóðs.
** Allar eignir orlofssjóðs og eignir samkvæmt samkomulagi í bókunarvél KÍ.
*** Sumartímabilið hefst 3. júní 2016.

 

Sumar 2016

Úthlutunardagar (vikuleiga og flakkari) sumarið 2016 eru þessir:
Mánudagur 4. apríl kl. 18:00 þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri
Þriðjudagur 5. apríl kl. 18:00 þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri
Miðvikudagur 6. apríl kl. 18:00 þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri
Fimmtudagur 7. apríl kl. 18:00 þeir sem eiga 0 til -23 punkta og FKE félagar*
Miðvikudagur 1. júní kl. 18:00 öllum húsum sem ekki hafa leigst breytt í flakkara


*Félagsmenn FKE geta bókað ef þeir eiga punkta.

Þann 1. júní verður öllum húsum sem þá verða ekki komin í leigu breytt í flakkara og standa öllum félagsmönnum sem eiga orlofspunkta til boða.

Punktakerfið byggist á því að félagsmenn fá tuttugu og fjóra punkta fyrir hvert unnið ár, eða tvo punkta fyrir hvern mánuð. Við hverja bókun eru mismargir punktar dregnir frá heildarpunktaeign félagsmanns, eða allt frá tveimur punktum fyrir ýmsa afsláttarmiða, til sextíu punkta fyrir bókun á dýrasta stað að sumri.
 

VIÐBÓTARBÓKANIR
Allar viðbótarbókanir teljast nýjar bókanir og greiða verður fyrir viðbótarnætur í samræmi við gjaldskrá.


FÉLAGSMENN Í FÉLAGI KENNARA Á EFTIRLAUNUM - FKE
Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) hafa ekki lengur forgang í samræmi við punktaeign. Þeir geta bókað þegar almenn úthlutun hefst 7. apríl 2016. Félagsmönnum í FKE er boðið upp á 25% afslátt af leigu í eignum KÍ frá 20. maí til 3. júní og frá 19. ágúst til 16. september. Þessi afsláttur er einungis í boði þegar bókað er í gegnum skrifstofu.


PUNKTALAUSIR FÉLAGSMENN MEGA KAUPA PUNKTA
Heimilt er að kaupa allt að 24 orlofspunkta á ári. Verðgildi hvers punkts er kr. 500 eða kr. 12.000 alls. Senda þarf skriflega beiðni til Orlofssjóðs eða hringja á skrifstofu.. Greiða má með millifærslu eða korti.


FJÖLDI FLUGÁVÍSANA HJÁ ICELANDAIR OG AFSLÁTTARMIÐA Á HÓTELUM
Félagsmenn geta keypt fjórar flugávísanir hjá Icelandair og fimm hótelmiða á 365 daga fresti.
 

Afbókanir/reglur

 

 

Reglur vegna afbókana

Þann 7. mars 2015 tóku eftirfarandi reglur um afbókanir gildi:
 

  • Breytingagjald er 2.500 kr.
  • Ef orlofshúsnæði er skilað áður en 14 dagar eru í upphaf leigutöku er 2.500 kr. skilagjaldi haldið eftir óháð leiguupphæð. Punktar eru bakfærðir að fullu.
  • Ef orlofshúsnæði er skilað innan 14 daga áður en leiga hefst fæst 75% leigugjaldsins endurgreitt. Punktar eru bakfærðir að fullu.
  • Ef orlofshúsnæði er skilað innan 7 daga áður en leiga hefst fæst 50% leigugjaldsins endurgreitt. Punktar eru bakfærðir að fullu.
  • Ef orlofshúsnæði er skilað innan 48 tíma áður en leiga hefst fæst 25% leigugjaldsins endurgreitt. Punktar eru bakfærðir að fullu.
  • Sér orlofshúsnæði skilað samdægurs þá þarf að greiða fyrstu nóttina að fullu en 25% leigugjald af eftirstöðvum endurgreitt. Punktar eru bakfærðir nema fyrir fyrstu nótt.