is / en / dk

 

Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði, þeim að kostnaðarlausu. Beiðni um þjónustu VIRK þarf að koma frá lækni viðkomandi. VIRK ráðgjafar, sem sinna félagsmönnum KÍ á höfuðborgarsvæðinu, eru til húsa að Borgartúni 6, 4. hæð.

Hvaða þjónustu veitir VIRK?

  • Ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins.
  • Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar virkniáætlunar.
  • Leiðbeiningar um réttindi, greiðslur og þjónustu.
  • Tengingu og samvinnu við sérfræðinga, svo sem sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, lækna, félagsráðgjafa og náms- og starfsráðgjafa.
  • Kemur á samstarfi milli starfsmanns, atvinnurekanda hans og fagaðila til að stuðla að aukinni starfshæfni viðkomandi starfsmanns.

 

VIRK ráðgjafar KÍ

Guðleif Leifsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kristbjörg Leifsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þóra Þorgeirsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ráðgjafar VIRK utan höfuðborgarsvæðisins