is / en / dk

Á vegum flestra aðildarfélaga KÍ starfa skólamálanefndir sem sinna faglegum málefnum fyrir félagsmenn. Hjá tveimur félögum er þó annar háttur hafður á. Hjá Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hefur stjórnin þetta hlutverk. Hjá Félagi tónlistarskólakennara sinnir fagráð félagsins þessu verkefni. Hlutverk þessara hópa er að fjalla um fagleg málefni og skólamál í samráði við stjórn og skólamálaráð KÍ. Ennfremur að vinna að eflingu kennaramenntunar og endurmenntunar félagsmanna og annast tengsl við kennslu- og faggreinafélög.

Þeir mynda ennfremur skólamálaráð Kennarasambandsins ásamt formanni og varaformanni KÍ sem jafnframt er formaður skólamálaráðs. Skólamálaráð heldur a.m.k. einn fund á ári. Hlutverk skólamálaráðs er:

  • Að fjalla um uppeldis- og skólamál á hverjum tíma og álykta um þau til stjórnar KÍ.
  • Að vera stjórn til ráðuneytis um stefnumörkun á hverjum tíma.
  • Að fara með mál sem tengjast faglegri menntun félagsmanna.
  • Að annast tengsl við fagfélög og halda fundi með þeim eftir þörfum.
  • Að undirbúa í samráði við stjórn KÍ ráðstefnur, fræðslufundi og námskeið um skóla- og menntamál eftir því sem við á á hverjum tíma.
  • Að fjalla um og túlka skólastefnu KÍ og gera tillögur um framkvæmd hennar og markmið.

Formenn skólamálanefnda aðildarfélaga og formaður skólamálaráðs mynda framkvæmdastjórn. Í henni sitja eftirtaldir fulltrúar:

Nafn Félag Netfang
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Kennarasamband Íslands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Anna María Gunnarsdóttir Félag framhaldsskólakennara This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fjóla Þorvaldsdóttir Félag leikskólakennara This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðbjörg Ragnarsdóttir Félag grunnskólakennara This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Sigurjónsson Félag stjórnenda leikskóla This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingileif Ástvaldsdóttir Skólastjórafélag Íslands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingunn Ósk Sturludóttir Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Alma Oddgeirsdóttir Félag stjórnenda í framhaldsskólum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þórður Árni Hjaltested Kennarasamband Íslands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.