is / en / dk

Fagráð er sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem greinir þarfir skólasamfélagsins, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir um stefnu varðandi símenntun/starfsþróun kennara. Í Fagráði sitja fulltrúar frá Kennarasambandinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands.

Hlutverk Fagráðsins er að tryggja að hagsmunaaðilar hafi samráð um áherslu í símenntun/starfsþróun, vera leiðandi í umræðu um þróun og stefnumótun um símenntun/starfsþróun og setja fram hugmyndir að nýjum áherslum og leiðum.

Formaður Fagráðsins er Sigurjón Mýrdal, sem tilefndur er af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Í Fagráði sitja fyrir hönd KÍ:

Nafn: Tilnefnd(ur) af:
Anna María Gunnarsdóttir Félag framhaldsskólakennara
Aðalheiður Steingrímsdóttir Félag leikskólakennara
Guðbjörg Ragnarsdóttir Félag grunnskólakennara
Ingibjörg Kristleifsdóttir Félag stjórnenda leikskóla
Sigríður Huld Jónsdóttir Félag stjórnenda í framhaldsskólum
Sigrún Grendal Félag tónlistarskólakennara
Svanhildur María Ólafsdóttir Skólastjórafélag Íslands

Aðrir fulltrúar:

 
Nafn: Tilnefnd(ur) af:
Ársæll Guðmundsson Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Björg Pétursdóttir Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Björn Þráinn Þórðarson Samband íslenskra sveitarfélaga
Guðmundur Engilbertsson Háskólinn á Akureyri
Gunnar Gíslason Samband íslenskra sveitarfélaga
Haraldur Árni Haraldsson Samtök tónlistarskólastjóra
Jón Torfi Jónasson Háskóli Íslands
Klara Eiríka Finnbogadóttir Samband íslenskra sveitarfélaga
Kristín Valsdóttir Listaháskóli Íslands
Magnús Lyngdal Magnússon Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Ragnheiður E. Stefánsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga