is / en / dk

Upplýsingaveita á vegum fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara og stjórnenda hefur verið opnuð. Á upplýsingaveitunni er að finna fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. 

Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt; að miðla og veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttr faglega og stuðla þannig að því að upplýsingar um námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, málþing og samstarfsverkefni verði birt á upplýsingaveitunni. Ef vel tekst til verður upplýsingaveitan fastur viðkomustaður skólafólks í nánustu framtíð. 

 

Fræðsla á skólaárinu 2015 til 2016

Markmið námskeiðsins er að styðja við og efla nýja skólastjórnendur í upphafi starfs. Námkskeiðið verður í formi fyrirlestra, verkefnavinnu, handleiðslu, jafningjastuðnings og samræðu. Markhópurinn eru nýir skólastjórnendur en þeir aðrir skólastjórnendur sem telja sig þurfa endurmenntun hvað þessa þætti varða eru velkomnir.

Gert er ráð fyrir fjórum dögum á skólaárinu 2015-2016.

Byrjað verður með tveggja daga lotu 17.-18. september 2015 og síðan verður framhaldið 14.-15. mars 2016.

Meginefni námskeiðsins mun lúta að faglegri forystu, stjórnun, skipulagi, kjarasamningum, vinnumati, stjórnsýslulögum og starfsmannamálum. Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent á Menntavísindasviði er faglegur leiðbeinandi. Umsjónarmenn námskeiðsins eru Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður SÍ og Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ.

 • Staðsetning, Hótel Borgarnesi fyrstu tvo dagana 17. og 18. september 2014
 • Skráning á námskeið og gistingu berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 4. sept.

 

Dagskrá

Fimmtudagur 17. september
9.00-12.00

 • Kynning SÍ/KÍ, Svanhildur María Ólafsdóttir
 • Sambandið/skólaskrifstofur, Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambandsins.
 • Nýr í starfi, hvað þarf að hafa í huga, Svanhildur/Ingileif

12.00-13.00

 • Matur

13.00-16/17

 •  Forysta og leiðtogafærni, kennslufræðileg forysta, stefnumótun. Anna Kristín Sigurðardóttir.

Föstudagur 18. september
9.00-12.00

 • Stjórnsýslulög, grunnur. Anna Rós Sigmundsdóttir, lögfræðingur KÍ.
 • Grunnskólalög, lög og reglugerðir
 • Starfsmannamál, ráðningar, áminningar

12.00-13.00

 • Matur

13.00-16.00

 • Kjarasamningar, hvað þarf að hafa í huga við ráðningar og vinnuskýrslugerð, orlofsmál, veikinda og réttindamál. Ingibjörg Úlfarsdóttir, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum KÍ.
 • Vinnumat, Svanhildur/Ingileif
 • Hópavinna og umræður um framhaldið, Svanhildur/Ingileif

Kostnaður á þátttakanda er 50.000 kr. fyrir utan gistingu og ferðir

Gisting
Eins manns herbergi með morgunverði 15.000 kr.
Tveggja manna herbergi með morgunverði – 11.000 kr á mann.

Sveitarfélög eru hvött til að greiða þann kostnað sem hlýst af námskeiðinu. 

Skráning á námskeið og gistingu berist á netfangiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 4. september 2015.