is / en / dk

03. Febrúar 2016

Kennarasambandið mun frá og með næstu mánaðarmótum hætta að prenta launaseðla á pappír og senda launþegum. Þetta á meðal annars við þá fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sem fá greidda þóknun fyrir fundarsetu. Þess í stað birtast launaseðlar frá Kennarasambandi Íslands nú í heimabanka hvers launþega. Einnig verða allir launamiðar þetta árið sendir rafrænt, en þeir eru um 7.000 talsins. Tekið skal fram að starfsmenn KÍ munu að sjálfsögðu verða við óskum um að senda launaupplýsingar á pappír, sé þess óskað.