is / en / dk

Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, SKÁL, Samband íslenskra sveitarfélaga, RannUng og menntamálaráðuneytið efna til ráðstefnunnar Karlar í yngri barna kennslu – hvað ætlar þú að gera? á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. 

 

Dagskrá ráðstefnunnar: 

08:30  Húsið opnað, afhending gagna. Tónlistaratriði
09:00 Haraldur F. Gíslason, formaður FL, setur ráðstefnuna. 
09:15 Mér er til efs og ég er hugsi? Hörður Svavarsson leikskólastjóri
09:50 Fer starfsval alfarið eftir kynferði? Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við HÍ
10:30 Kaffihlé
11:00 „Hin nýja karlmennska“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari
11:35 Frá leiðbeinanda til leikskólakennara – af hverju fór ég þessa leið? Egill Óskarsson leikskólakennari
12:10 Hádegishlé
13:00 More men in ECEC –Do we need them, and if – how do we get them? Dr. Tim Rohrmann, prófessor við Háskólann í Dresden í Þýskalandi
14:15 Umræður um efni dagsins – hvað ætlar þú að gera?
15:00 Ráðstefnuslit. Sigurður Sigurjónsson, varaformaður FLS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Fundarstjórn á ráðstefnunni verður í höndum Þórðar Kristjánssonar, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og dr. Þórdísar Þórðardóttur, lektors við menntavísindasvið HÍ. 

Ráðstefnunni verður streymt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Vefsíða ráðstefnunnar. Hægt er að fara beint í skráningu hér

#karlarikennslu á samfélagsmiðlum. 

Skráningu lýkur 10. febrúar 2016. Ráðstefnugjald er 10 þúsund krónur. Hægt er að skrá sig hér

Ráðstefnan á Facebook.

Hörður Svavarsson hóf störf í leikskólum snemma á níunda áratugnum og hafði þá starfsheitið starfsstúlka. Hann útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands og hóf störf í leikskólum í Reykjavík og bar þá starfsheitið fóstra. Hann stofnaði og gaf út tímaritið Uppeldi frá 1987 til ársins 2000. Hörður lauk B.Ed gráðu frá KHÍ 2005 og stundaði að því loknu meistaranám við HÍ. Hann hefur sinnt leikskólastjórn frá 2008 og hefur verið skólastjóri við leikskólann Aðalþing síðan 2011. Hörður hefur látið sig jafnréttisumræðu í leikskólum varða um langt árabil. Hann var fulltrúi leikskóla Reykjavíkur í átakinu Jafnrétti í skólum árin 2008 og 2009 og hefur skrifað greinar og haldið fyrirlestra um kynjahlutfall í leikskólum árum saman.

Mér er til efs og ég er hugsi
Fjallað er um kynjahlutfall í starfsmannahópnum í leikskólum á Íslandi í nokkru samhengi við stöðu mála í öðrum löndum og almenna þróun jafnréttismála á Íslandi. Horft er til félagsfræðilegra kenninga í þessu samhengi og umræða og viðbrögð við henni skoðuð í ljósi þeirra. Höfundur veltir einnig fyrir sér áhrifum kynjunar kennarastarfsins á leikinn sem aðalkennslutækisins og skoðar hvort möguleikar leikskólans til að vera menntastofnun sem er í takt við samfélag dagsins, eru takmarkaðir við núverandi aðstæður.

 

Guðbjörg H. Vilhjálmsdóttir lauk doktorsprófi frá University of Hertfordshire í Englandi árið 2004. Hún tók embættispróf í náms- og starfsráðgjöf frá Université de Lyon árið 1985 og lauk maîtrise gráðu frá Université de Paris- Sorbonne árið 1987. Meginrannsóknarefni eru: félagsleg áhrif á náms- og starfsval, sérstaklega út frá habitus og kynferði, mat á fræðslu og ráðgjöf um nám og störf, saga náms- og starfsráðgjafar á Íslandi, aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli, viðtalsgreining og frásagnarráðgjöf.

Fer starfsval alfarið eftir kynferði?
Fjallað verður um þrjár meginreglur starfsvals; 1) konur sinna umönnunarstörfum, 2) konur aðstoða karla, 3) karlar sjá um vélar og tækni. Þessar meginreglur endurspeglast í hagtölum, hugmyndum um það sem okkur finnst „eðlilegt“ að karlmenn eða kvenmenn geri og tölum um framtíðarstarf sem ungt fólk nefnir. Lífshættir stjórnast þó ekki alfarið út frá kynjabreytu og í fyrirlestrinum verður sýnt hvernig habitus breytan getur skýrt að lífshættir og þ.m.t. starfsval stjórnast af fleiru en kynferði.

 

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur starfað við kennslu og ráðgjafastörf frá árinu 1998. Frá árinu 2006 hefur Hanna Björg verið kennari við Borgarholtskóla í Grafarvogi og hefur mikinn áhuga á jafnréttismálum og hefur hún m.a. búið til jafnréttisáfanga (KYN 103) sem boðið hefur verið upp á sem kjörsviðsáfanga í Borgarholtsskóla. Hanna Björg lauk meistaranámi í kennslufræði frá HÍ árið 2006 og Dipl. í fræðslustarfi og stjórnun frá HÍ árið 2008 og hefur verið ötul við námskeiða- og fyrirlestrahald um jafnréttismál og jafnréttiskennslu fyrir kennara á öllum skólastigum, foreldra, félagasamtök og almenning síðustu ár.

„Hin nýja karlmennska“
Hvernig afbyggjum við gömul kynhlutverk? Er raunhæft að endurskilgreina karlmennsku? Markmið, aðferðir og leiðir.

 

Egill Óskarsson hóf störf í leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi árið 2005 og útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2011 frá HA. Egill lauk meistaragráðu í menntavísindum með áherslu á stjórnun og forystu árið 2015. Hann sat í jafnréttisnefnd KÍ fyrir hönd Félags leikskólakennara og er varaformaður 2. svæðisdeildar FL. Egill hefur verið félagi í SKÁL, Samráðshópi karlkennara á leikskólastiginu, frá upphafi.

Frá leiðbeinanda til leikskólakennara – af hverju fór ég þessa leið?
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvað varð til þess að Egill gerðist leikskólakennari, þau viðhorf sem hann hefur mætt í gegnum nám sitt og starf og hugmyndir hans um ástæður þess að karlar sæki síður í leikskólakennarastarfið.

 

Dr. Tim Rohrmann er sálfræðingur og prófessor í leikskólafræðum við Háskólann í Dresden í Þýskalandi. Hann er sérfræðingur um málefni kynjanna og hefur áhersla í rannsóknum hans og skrifum verið staða karla í skólum og hvernig fjölga má karlkyns kennurum. Hann hefur birt rannsóknir sínar og niðurstöður víða og er stjórnandi alþjóðlegs rannsóknarhóps innan EECERA (Early Childhood Education Research Association).

More men in ECEC – Do we need them, and if – how do we get them?
Men in ECEC have been an issue across Europe for some decades now. Still the proportion of male workers remains low in most countries. Do more men really matter, and if yes, why do we still have so few of them? The presentation gives an international overview of recent projects and research results on men and gender balance in ECEC. It also points out new directions relevant for policy development. In a context of gender equality work, male workers can contribute to quality and more diversity in ECEC. To achieve this, long-term strategies for a better gender-balanced work force are needed.